Fleiri hjóluðu í febrúar en undanfarin ár, 17% fleiri í Reykjavík og 13,5% á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta kemur fram í staðbundnum talningarstöðum eða í Nauthólsvík, Glæsibæ, við Hörpu og á Ægisíðu. Þetta er næstbesti febrúar hvað hjólreiðar varðar síðastliðin fimm ár.
Fjöldinn í tölum
Fjöldi hjólandi samkvæmt öllum mælum í febrúar á þessu ári er 77.200 á öllu höfuðborgarsvæðinu en var 68 þúsund árið 2023. Á áðurnefndum sex stöðum innan Reykjavíkur, fór fjöldinn úr 24 þúsund í 28 þúsund milli ára.
Áfram eru því horfur á að þetta verði gott hjólaár en það varð einnig góð aukning í janúar.