Engin nagladekk eftir 15. apríl

Samgöngur

Slítandi nagladekk

Nagladekk eru ekki leyfileg á götum borgarinnar eftir 15. apríl

Hlutfall negldra dekkja var talið í Reykjavík í mars 2022. Hlutfallið skiptist þannig að 40% ökutækja var á negldum dekkjum og 60% var á öðrum dekkjum.

Hlutfall negldra dekkja er lægra en á sama tíma í fyrra og árið 2020. Hlutfallið fer því lækkandi en betur má ef duga skal, því góð vetrardekk duga oftast betur en naglar í Reykjavík. Auk þess hafa nagladekk slæm áhrif á loftgæði og þau slíta götum hratt.

Nagladekk eru ráðandi þáttur í svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu. „Bíll á nöglum mengar allt að 40 sinnum meira en bíll sem ekki er á nöglum," sagði Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun í fyrirlestri í mars og: „Það er sinnum, ekki 40 prósent meira heldur 2000 prósent meira."

Burt með naglana

Staðreyndin er að nagladekk auka kostnað á viðhaldi gatna í Reykjavík með því að slíta malbik margfalt hraðar en önnur dekk, þau auka eldsneytiskostnað bifreiða, valda óþarfa hávaða og draga úr loftgæðum með mengun. Af þeim sökum er mikilvægt að draga úr hlutfalli þeirra.

Mjög mikilvægt er að skipta um dekk núna og fara yfir á góð sumardekk, það sparar líka eldsneyti.

Upplýsingasíða Veldur þér grip við hæfi