Endurgerð Hverfisgötu senn að ljúka

Framkvæmdir

""

Senn líður að verklokum endurgerðar Hverfisgötu frá Smiðjustíg niður fyrir Ingólfsstræti.  Um helgina verður lokið við að steinleggja gatnamót Hverfisgötu og Ingólfsstrætis. Við þann áfanga kemur vel í ljós hve miklu framkvæmdirnar munu breyta fyrir ásýnd götunnar.

Í næstu viku verður unnið að lokafrágangi gangstéttar og hjólastígs við norðanverða Hverfisgötu við Safnahús og Þjóðleikhúsið. Steinlagt torg fyrir framan Þjóðleikhúsið verður tilbúið í lok fyrstu viku nóvember og verður opnað fyrir umferð í beinu framhaldi.

Vinnu við frágang gangstéttar og hjólastígs að sunnanverðu á að ljúka um miðjan nóvember.



Nánari upplýsingar: