Draumarnir rætast í betri borg fyrir börn

Skóli og frístund

""

Sextán skapandi kennarar tóku þátt í fyrstu vinnustofu Skapandi Námssamfélags í Breiðholtinu; allir með það markmið að byggja upp þekkingu og efla sköpunarkraft nemenda sinna. 

Námskeiðið var haldið á alþjóðlegum réttindadegi barnsins 20. nóvember í Fab Lab Reykjavíkur í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti, en sama dag fagnaði Reykjavíkurborg einnig ársafmæli nýrrar menntastefnu.

Kennararnir voru úr Hólabrekkuskóla, Fellaskóla, Seljaskóla og Fjölbrautaskólanum . Meginmarkmiðið námskeiðsins er að efla sköpunargleði grunnskólanemenda og að sem flestir þeirra fái tækifæri til að nýta hugvit sitt og öðlast verkfærni með nýrri tækni. Verkefnið Skapandi námssamfélag er í höndum Fab Lab Reykjavíkur og byggir á skapandi menntastarfi milli skóla, en lykill að farsælum nýsköpunarsmiðum sem styðja við menntun er fyrst og fremst í höndum snjallra kennara. Á næsta ári verða haldnar Fab Lab- vinnustofur með nemendum.   

Það er því óhætt að segja að skapandi skólastarf er að ná flugi í Breiðholti - nýsköpunarhæðum Reykjavíkurborgar