Climathon í Reykjavík hófst í morgun

Umhverfi

""

Nú stendur yfir skapandi vinna í Climathon í Reykjavík, nemendur, frumkvöðlar, rannsakendur, fagfólk, sérfræðingar, stjórnvöld, hönnuði og fólk á öllum aldri vinnur hörðum höndum að skapandi loftslagslausnum. 25 skráðu sig að þessu sinni og er það metnaðarfullur hópur. 

Viðburðurinn er skipulagður af Matís og Reykjavíkurborgar í samvinnu við Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ), Umhverfisstofnun, Franska sendiráðið á Íslandi, Sendinefnd ESB á Íslandi. Loftslagsvandamál eru leyst í líflegu umhverfi í hvetjandi vinnustofum.  Áskorun Climathon 2019 er:

Vegasamgöngum fylgja nú 20% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda (GHG) á Íslandi og 58% af heildarlosun Reykjavíkurborgar! 

  • Hvað getum við gert til að breyta þessu og hvernig getum við dregið úr áhrifum mengunar á daglegt líf, heilsu og umhverfi, og dregið úr áhrifum losunar?

Eftir 24 stunda lærdóm, þjálfun, sköpun og hópavinnu þá munu þátttakendur kynna hugmyndir sínar að lausnum í loftslagsmálum fyrir dómnefnd og verðlaun verða veitt fyrir bestu hugmyndina. Þátttakendur í Reykjavík hittu m.a. þátttakendur frá Huancayo í Perú í gegnum fjarfundabúnað og munu hitta þátttakendur frá Árósum á sama hátt. Hundruður borga um allan heim taka þátt í Climathon í dag og á morgun.

Líf Magneudóttir formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs setti Climathon í morgun. Justine Vanhalst er verkefnisstjóri og Hrönn Hrafnsdóttir er sérfræðingur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hópurinn hóf daginn á því að gróðursetja 50 trjáplöntur. Climathon 2019 lýkur í hádeginu laugardaginn 26. október.

Viðburður á facebook

Frétt um Climathon

Skipulag og framsaga

Heimasíða Climathon