Hvernig finnum við loftslagslausnir í samgöngum?

Samgöngur Umhverfi

""

Allir sem hafa áhuga á aðgerðum í loftslagsmálum og vilja leggja sitt af mörkum fá tækifæri til þess á föstudaginn. Þá verður hakkaþonið Reykjavík Climathon 2019 haldið í þriðja sinn en yfir 100 borgir taka þátt í þessu loftslagsmaraþoni á sama tíma. Þátttakandur vinna þá að nýsköpun í loftslagsmálum í sólarhring.

Hakkaþon er keppni í frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun og fer fram innan tiltekinna tímamarka og endar á að lið kynna hugmyndir sínar fyrir dómnefnd. Viðburðurinn í Reykjavík verður haldinn í höfuðstöðvum Matís við Vínlandsleið 12 og hefst klukkan  09:00 föstudaginn 25. október og stendur fram á laugardagsmorgun. Samgöngur í Reykjavík verða í brennidepli.

Matís ohf og Reykjavíkurborg skipuleggja viðburðinn en hakkaþonið er program sem EIT Climate-KIC stendur fyrir og er ætlað til að virkja borgir og borgara til að finna saman lausnir við loftslagsvánni. Climate- KIC er stærsti evrópski samstarfsvettvangur einkageirans og hins opinberbera um nýskapandi lausnir í loftslagsmálum.

Climathon snýst ekki aðeins um loftslagsbreytingar heldur einnig um innblástur og skapandi lausnir með nýsköpun. Þátttaka í hakkaþoni færir keppendum tækifæri til að upplifa hvernig hugmynd verður að veruleika, hvernig tengslanet myndast og liðin fá æfingu í því að kynna hugmyndir fyrir dómnefnd. Hagsmunaaðilar geta tekið þátt og séð hvernig þeir eiga samleið með Reykjavík og verið um leið hluti af alþjóðlegri hreyfingu.

Áskorun Climathon 2019

Vegasamgöngum fylgja nú 20% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda (GHG) á Íslandi og 58% af heildarlosun Reykjavíkurborgar! Spurningin er:

  • Hvað getum við gert til að breyta þessu og hvernig getum við dregið úr áhrifum mengunar á daglegt líf, heilsu og umhverfi, og dregið úr áhrifum losunar?

Nemendur, frumkvöðlar, rannsakendur, fagfólk, sérfræðingar, stjórnvöld, hönnuðir og fólk á öllum aldri er velkomið að vera með og skapa loftslagslausnir. Það er allt í lagi að mæta einn eða sem lið með fyrirfram ákveðna hugmynd eða bara með lausbeislaða hugmynd.

Dómnefnd skipa Kristín Linda Árnadóttir (fyrrverandi forstjóri Umhverfistofnunar, Hannes Ottósson (verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð) og Kristinn Jón Ólafsson hjá Snjallborg Reykjavíkur. Sigurlausn hverrar borgar sem tekur þátt í Climathon hefur síðan möguleika á að keppa um Climathon Global Awards sem eru ný verðlaun.

Tekist verður á við loftslagsáskorunina  í hakkaþoninu 2019 í líflegu umhverfi, boðið er upp á hollan og næringarríkan mat, hvetjandi vinnustofur og óvænta viðburði. Þátttakendum verður skipað í teymi eftir áhugasviðum þeirra og verða sérfræðingar  þeim til aðstoðar. Undir lokin munu þátttakendur kynna hugmyndir sínar að lausnum í loftslagsmálum fyrir dómnefnd og verðlaun verða veitt fyrir bestu hugmyndina.

Viðburðurinn er öllum opinn nemendur, frumkvöðlar eða aðrir sem láta sig loftslagsmál varða geta sig geta skráð sig hér: https://climathon.climate-kic.org/en/reykjavik. Viðburðurinn er skipulagður í samvinnu við Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ), Umhverfisstofnun, Franska sendiráðið á Íslandi, Sendinefnd ESB á Íslandi, auk Matís og Reykjavíkurborgar.

Tengill

Viðburður á facebook

Skráning

Frétt um vinningsliðið 2018