Búið að opna Laugardalslaug eftir viðgerð

Heilsa Íþróttir og útivist

Laugardalslaug, tómt laugarkar í útilaug. Horft í átt að búningshúsi frá enda djúpu laugar.

Laugardalslaug var opnuð í morgun eftir stutta lokun vegna viðgerða. Upp kom öryggisbilun í laugarkeri í vikunni svo tæma þurfti laugina en viðgerð gekk vonum framar og var því hægt að opna aftur sólarhring fyrr en til stóð.

„Viðgerð gekk hratt og vel en það að tæma og fylla laugina er stórt og tímafrekt verkefni sem gekk betur og hraðar en búist var við þökk sé reynslumiklu fólki í viðhaldsteyminu hjá okkur,” segir Drífa Magnúsdóttir, forstöðumaður í Laugardalslaug.

Þar sem viðgerðir tóku stutta stund í gærmorgun var strax á hádegi hægt að byrja að fylla aftur laugina sem einnig gekk vel og var hún tilbúin með réttu klór- og hitastigi í gærkvöldi. Laugin var því opnuð kl. 6.30 í morgun að venju.

Sundlaugar Reykjavíkurborgar og opnunartímar þeirra.

Laugardalslaug, útilaug, tekið þvert á laugina, sýnir vatnið, sundbrautirnar og smá af brúnni í baksýn