Buðu Röggu Gísla í leikskólann

Skóli og frístund

Frá vinnusmiðjum tengdum Barnamenningarhátíð.

Það var líf og fjör í leikskólahluta Dalskóla þegar Ragnhildur Gísladóttir kom í heimsókn til að skoða afrakstur vinnusmiðju þar sem lögin hennar voru innblástur listaverka og sköpunar.

Það var líf og fjör í leikskólahluta Dalskóla þegar Ragnhildur Gísladóttir kom í heimsókn til að skoða afrakstur vinnusmiðju þar sem lögin hennar voru innblástur listaverka og sköpunar.

Ragga Gísla eins og hún er oft kölluð er lagahöfundur Barnamenningarhátíðar í ár en á hverju ári er einn höfundur valin sem leikskólabörn æfa fyrir flutning í Hörpu með Tónskóla Sigursveins.

Byggðu sælgætishús og buðu höfundi í heimsókn

Í vinnusmiðjunum er börnunum skipt í hópa til að vinna út frá sköpun með áherslu á yfirskrift hátíðarinnar sem í ár er: Tökum flugið. Einn hópurinn vann út frá laginu Í sælgætislandi sem einmitt Ragga Gísla samdi ásamt Ladda. Þau bjuggu hvert og eitt til lítið sælgætishús og bjuggu svo til eitt stórt hús saman sem hægt er að fara inn í, þangað sem þau buðu svo höfundi lagsins í eins sjá má á myndinni sem flygir með.

Annar hópur vann út frá laginu Sísí og eins og mörgum er kunnugt að þá fríkar hún út. Þetta notuðu börnin og unnu með tilfinningar eins og reiði og pirring út frá ýmsum vinklum og hvernig hægt er að hemja þær.

Fóru í með strætó í gegnum þvottastöð

Enn annar hópur lagði áherslu á strætó og föndruðu og sköpuðu út frá því. Kennararnir höfðu líka samband við Strætó sem tók vel á móti þessum áhuga. Sendur var sér strætó og börnunum boðið í ferð í höfuðstöðvar fyrirtækisins. Börnin fengu veitingar og fara í þvottaferð en þau fengu að vera inn í strætó á meðan vagninn fór í gegnum þvottastöðina þar sem stórir kústar þvoðu vagninn hátt og lágt.

Margt fleira hefur verið unnið í vinnusmiðjunum að undanförnu, eins og hljóðfæri úr fjörugrjóti, sjókettir skapaðir með ímyndunaraflið að vopni og ýmislegt annað.