
Gjaldtaka verður tekin upp á sex staðsetningum hleðslustöðva Reykjavíkurborgar sem hingað til hafa verið gjaldfrjálsar. Um er að ræða hleðslustöðvar við Höfða, Grettisgötu, Bergsstaði, Amtmannsstíg, Kirkjustræti og Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi.
Þetta eru fyrstu hleðslustöðvarnar sem Reykjavíkurborg tók í notkun í samstarfi við Orkusjóð árið 2018.
Gjaldtaka hefst á þessum stöðum á morgun miðvikudaginn 23. nóvember. Þetta er gert til að bregðast við mikilli eftirspurn og til að gæta jafnræðis. Ísorka mun tímabundið taka við rekstri stöðvanna.