Breyting á tilraunaverkefni um ágústfrístund samþykkt

Skóli og frístund

Frístund að sumri

Borgarráð samþykkti í dag tillögu borgarstjóra um að tilraunaverkefni um að ágústfrístund miði við grunnskóla þar sem börnin munu hefja nám í haust í stað leikskóla.

Tilraunaverkefnið felur í sér að börnum sem eru að ljúka leikskólagöngu er boðið að snúa ekki aftur í sinn leikskóla eftir sumarfrí heldur taka þátt í starfi frístundaheimilis fram að setningu grunnskóla.

Börn úr fleiri leikskólum fá að taka þátt í tilraunaverkefninu

Tilraunaverkefnið átti að ná til elstu barna frá sex leikskólum í Breiðholti og Grafarvogi sem hefja nám í Rimaskóla, Norðlingaskóla og Breiðholtsskóla í haust: Rauðhól, Laufskála, Fífuborg, Lyngheima, Bakkaborg og Borg.

Samkvæmt breytingatillögunni sem samþykkt var í borgarráði í morgun verður öllum börnum sem hefja nám í 1. bekk í þessum grunnskólum boðið að taka þátt í verkefninu óháð hvaða leikskóla þau eru á. Á næstu dögum verður haft samband við foreldra þeirra barna sem þessar breytingar ná til.

Þessi breyting rúmast innan upphafslegs fjárhagsramma og mönnunar verkefnisins.

Tillögu borgarstjóra um málið er að finna í fundargerð borgarráðs frá því í dag.