Borgarsýn á Tímarit.is

Ritið Borgarsýn hefur upplýst um þau verkefni sem eru efst á baugi í umhverfis- og skipulagsmálum og sagt frá framkvæmdum á vegum Reykjavíkurborgar.
Yfirlitsmynd yfir snævi þakta miðborg Reykjavíkur.

Nú er hægt að nálgast Borgarsýn, tímarit umhverfis- og skipulagssviðs, á vefnum Tímarit.is. Blaðið kom fyrst út haustið 2011 og hefur tilgangur útgáfunnar fyrst og fremst verið að upplýsa um þau verkefni sem eru efst á baugi í umhverfis- og skipulagsmálum og segja frá framkvæmdum á vegum Reykjavíkurborgar. Borgarsýn kom síðast út í desember 2020 og er ritið því góð heimild um þennan mikla áratug uppbyggingar í Reykjavík.

Mikið er fengið með því að geta nú nálgast tímaritið á vefnum Tímarit.is sem er stafrænt safn, opið öllum þar sem stuðst er við nýjustu tækni í geymslu og miðlun upplýsinga. Búið er að skanna öll eintök Borgarsýnar inn og hægt er að leita á þægilegan hátt í öllum útgefnum eintökum.

 

Borgarsýn