Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag að skora á ríkisstjórnina að stækka griðasvæði hvala í Faxaflóa.
Borgarstjórn minnir á að gríðarmiklir hagsmunir íslenskrar ferðaþjónustu eru að veði. Uppbygging hvalaskoðunarfyrirtækja við Gömlu höfnina hefur styrkt og eflt fyrirtæki og mannlíf á svæðinu, þar sem þúsundir ferðamanna leggja leið sína á svæðið og njóta þar afþreyingar og þjónustu á borð við hjólaferðir, lundaskoðun og sjóstangveiði, fara í handverksbúðir, á kaffihús eða veitingahús. Því er ljóst að verði griðasvæðið ekki stækkað sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.
Tillagan var samþykkt með 14 atkvæðum og einni hjásetu.