Borgað fyrir bílastæði á vef Reykjavíkurborgar

Bílastæðasjóður

Breytingar á gjaldskyldu taka gildi 1. október. Arctic Images/Ragnar Th.
Bílastæðamælir

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði á vegum Bílastæðasjóðs Reykjavíkur á vef Reykjavíkurborgar. Þetta er þjónusta sem kemur til viðbótar við mæla á staðnum og notkun á öppum. Notandinn greiðir enga þóknun þegar netgreiðsluleiðin er farin.

Borgað er fyrirfram fyrir bílastæði og fer verðið eftir því hvers konar gjaldsvæði bílnum er lagt á.

Núna er einnig hægt að greiða stöðvunarbrotagjöld með netgreiðslum. Beiðni um endurupptöku á gjaldi fer hins vegar fram í gegnum Ísland.is og eru nánari leiðbeiningar á vef Bílastæðasjóðs.