Boðið upp á meiri fjölbreytni í ráðningum

Mannlíf Skóli og frístund

""

Í dag tekur til starfa ný Afleysingastofa Reykjavíkurborgar en þar gefst fólki tækifæri til þess að sækja um að starfa á þeim tíma sem það ákveður sjálft. 

Afleysingastofa er tilraunaverkefni er tilraunaverkefni og fyrst um sinn verður um störf á leikskólum Reykjavíkurborgar að ræða. Markmiðið er að stuðla að meiri fjölbreytileika í ráðningum til borgarinnar og bregðast með markvissum hætti við forföllum. Slíkt fyrirkomulag býður upp á meiri sveigjanleika fyrir þá sem vilja tímabundin, breytileg störf, svo sem vegna náms. Þá býður það upp á tækifæri til að kynnast ólíkum störfum hjá borginni. Þetta fyrirkomulag í ráðningum byggir á erlendri fyrirmynd og er vel þekkt til dæmis á Norðurlöndum. 

Hægt er að skrá sig til þátttöku hjá Afleysingastofu frá og með deginum í dag á og verður haft samband við viðkomandi innan tveggja daga.