Bílastæði hreyfihamlaðra færast til í Grófinni og fjölgar um eitt

Samgöngur

Þrívíddarmynd af Tryggvagötu eftir framkvæmdir við Hafnarhús

Vegna framkvæmda við Tryggvagötu verða gerðar tímabundnar breytingar á bílastæðum fyrir hreyfihamlaða í Grófinni.  Eitt stæði verður tekið úr notkun en tveimur bætt við í staðinn.

Í Grófinni við Listasafn Reykjavíkur eru alla jafna tvö bílastæði merkt fyrir hreyfihamlaða. Vegna framkvæmdanna þarf tímabundið að taka stæðið sem er nær Tryggvagötu úr notkun. Ástæðan er þrengsli fyrir stóra vinnubíla til að athafna sig á svæðinu.

Tvö ný stæði tekin í notkun tímabundið

Brugðist verður við þessu með því að merkja tvö stæði til viðbótar sem eru aðeins norðar í Grófinni sérstaklega til notkunar fyrir hreyfihamlaða. Breytingarnar gilda á meðan á framkvæmdum stendur. Framkvæmdir Reykjavíkurborgar og Veitna við Tryggvagötu eru hluti af því að gera borgina okkar betri, mannvænni, fallegri og aðgengilegri fyrir virka ferðamáta.

Hér má skoða vefsíðu Tryggvagötuverkefnisins. Þar er hægt að lesa eldri fréttir og ítarefni auk þess að skoða myndir af því hvernig svæðið kemur til með að líta út að framkvæmdum loknum.

Skoða bílastæðabreytinguna nánar.