No translated content text
Kjörið er að nota bílahúsin í miðborginni á aðventunni. Hægt er að sjá notkun þeirra og staðsetningu á vefsíðunni bilahus.is. Nefna má Stjörnuport, Vitatorg, Traðarkot og Kolaport sem dæmi. Gjald fyrir skammtímastæði í Stjörnuport er t.d. 150 kr og 100 kr eftir fyrstu klukkustund.
Bílahúsin eru opin alla daga ársins frá sjö til miðnættis.
Gjaldskyld stæði
Greiðsluleiðir í bílastæði eru sennilega fleiri en margir gera sér grein fyrir. Fyrir utan mynt og greiðslukort þá er einnig hægt að nota í Apple pay í stöðumæla.
Þá er hægt að nota rafrænar greiðsluleiðir í snjallsímum eða m.ö.o. öpp til að greiða gjald fyrir bílastæði. Þrenns konar app stendur til boða um þessar mundir í gjaldskyld stæði utan bílahúsa: Leggja.is, Síminn Pay og Parka.is. Fólk hleður appinu niður í símann, skráir þar bílinn sinn og greiðslukort. Við notkun velur ökumaður gjaldsvæði.
Það eru því fjölbreyttar greiðsluleiðir í boði.