Betri borg fyrir ungmenni

Stjórnsýsla Skóli og frístund

""

Reykjavíkurráð ungmenna fundaði í dag með borgarstjórn og lagði til fjölbreyttar tillögur að betri borg fyrir börn og ungmenni.

Tillögur ungmennaráðsins voru að tekin yrði upp kennsla í fjármálalæsi, fríar tíðavörur í grunnskóla og félagsmiðstöðvar, fræðsla um málefni flóttafólks, ungmennahús í öll hverfi,  betra aðgengi félagsmiðstöðva að íþróttasölum, aukin  jafnréttisfræðsla, fræðsla um loftslagsmál og kennsla í sjálfsvörn.

Fulltrúar ungmenna þvert á borgina fóru í pontu og fluttu tillögur um betri borg fyrir ungmenni. Þetta er í 19. sinn sem borgarstjórn og ungmenni funda saman en það var fyrst gert árið 2002. Borgarstjóri sagðir mikilvægt að raddir ungs fólks rati inn í stjórnsýsluna en það hefur verið sýnt fram á að ákvarðanir sem varða börn og ungmenni verða betri í framkvæmd ef þau eru höfð með í ráðum.

Fundurinn í dag var sérstakur því hann var að hluta til haldinn með fjarfundabúnaði. Einungis þau ungmenni sem fluttu tillögur voru stödd í borgarstjórnarsalnum. Reykjavíkurráð ungmenna er þáttur í að vekja ungt fólk til þátttöku í lýðræðislegu samfélagi.

Tillögur Reykjavíkurráðs ungmenna 

Streymi frá fundinum