Auglýst eftir umsóknum um stofnframlög

Atvinnumál Fjármál

""

Borgarráð ákvað á fundi sínum í dag að auglýsa eftir umsóknum um stofnframlög til kaupa eða byggingar á íbúðum fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum samkvæmt 10. grein laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir.

Stofnframlögum er ætlað að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir í Reykjavík á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, ungt fólk, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært um að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna eða verulegs fjárhagsvanda.

Umsóknarfrestur um stofnframlög rennur út 31. október næstkomandi. Brýnt er að væntanlegir umsækjendur kynni sér reglur Íbúðalánasjóðs og Reykjavíkurborgar ítarlega og gæti þess að senda inn umsókn og öll tilskilin gögn tímanlega.

Nánari upplýsingar um veitingu stofnframlaga má finna á síðu um stofnframlög