Strætó óskar eftir þátttöku almennings í mótun Nýs leiðanets. Reykvíkingar eru hvattir til að fara á opin hús í Mjóddinni 22. október og á Háskólatorgi 29. október eða senda ábendingar á Strætó.
Mynd/ Fyrstu hugmyndir að stofnleiðaneti. Smelltu á myndina til þess að skoða hana betur.
Miklar breytingar eru framundan í samgöngu- og skipulagsmálum höfuðborgarsvæðsins. Má þar nefna uppbyggingu Borgarlínu, skipulagsbreytingar á Hlemmi, BSÍ-reit og víðar. Nýtt leiðanet er afrakstur vinnu faghóps um leiðakerfismál og markmið verkefnisins er að laga Strætó að breyttu skipulagi og innleiða nýjar áherslur þar sem örari tíðni og styttri ferðatími verður í forgrunni.
Almenningur er hvattur til að skoða fyrstu hugmyndir að Nýju leiðaneti og koma fram með hugmyndir og ábendingar varðandi legu leiða og staðsetningu stoppistöðva. Nýtt leiðanet verður innleitt í skrefum eftir því sem hægt er en stærstu breytingarnar eru áætlaðar um 2023 þegar áætlað er að fyrsta áfanga Borgarlínu verði lokið.
Fyrstu hugmyndir að Nýju leiðaneti
Lagt er til að skipta leiðanetinu í tvo flokka: stofnleiðir og almennar leiðir og taka fyrstu hugmyndir mið af því. Stofnleiðanetið er skipulagt sem burðarásinn í Nýju leiðaneti og tilgangur þess verður að flytja mikinn fjölda farþega á sem stystum tíma. Áætlað er að vagnar á stofnleiðum aki á 7-10 mínútna fresti á annatímum og 15-20 mínútna fresti utan annatíma.
Borgarlína mun leysa hluta stofnleiðanets Strætó af hólmi eftir því sem sérrými Borgarlínu byggist upp.
Við hönnun almenna leiðanetsins er hugsunin sú að tengja hverfi höfuðborgarsvæðisins við stofnleiðanet Strætó og Borgarlínu. Áætlað er að almennar leiðir aki á 15 mínútna tíðni á annatíma og á 20-30 mínútna tíðni utan annatíma.
Sjá fyrstu hugmyndir að Nýju leiðaneti hér.
Almenningur hvattur til að taka þátt í mótun
Strætó leggur mikla áherslu á þátttöku almennings í mótun Nýs leiðanets. Fyrstu hugmyndir eru aðgengilegar hér. Á þessum vef verður hægt skila inn hugmyndum og ábendingum.
Opin hús
Strætó mun halda opin hús á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Áhugasamir geta komið við, kynnt sér leiðanetið og komið sínum ábendingum á framfæri við starfsfólk Strætó og verkefnastofu Borgarlínu. Hér fyrir neðan má sjá staðsetningu og dagsetningu opnu húsanna:
Borgarlínu. Hér fyrir neðan má sjá staðsetningu og dagsetningu opnu húsanna:
Dagsetning |
Tími |
Staðsetning |
21. október |
15:00-18:00 |
Háholt í Mosfellsbæ |
22. október |
15:00-18:00 |
Mjódd |
24. október |
15:00-18:00 |
Smáralind |
28. október |
15:00-18:00 |
Fjörður |
29. október |
12:00-14:00 |
Háskólatorg |
29. október |
16:00-18:00 |
Háskólatorg |
31. október |
16:00-18:00 |
Ráðhús Garðabæjar, Garðatorg 7 |
Faghópur um leiðakerfismál
Faghópur um leiðakerfismál stóð að gerð fyrstu hugmyndar Nýs leiðanets. Faghópurinn var skipaður af stjórn Strætó í febrúar 2019 og er áætlað að faghópurinn skili hugmyndum að Nýju leiðaneti til stjórnar Strætó í nóvember á þessu ári.
Sæti í faghópnum eiga:
- Fulltrúar úr leiðakerfi Strætó
- Fulltrúar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu
- Fulltrúi Vegagerðarinnar
- Fulltrúi Samtaka um bíllausan lífsstíl
- Fulltrúi Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins
Frekari upplýsingar
Hér má nálgast frekari upplýsingar um fyrstu hugmyndir Nýs leiðanets: