Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur tekið ákvörðun um endurskoðun á starfsleyfi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur að Vesturhlíð 6.
Um ástæður endurskoðunar er vísað í gr. 1.5 í starfsleyfisskilyrðum heilbrigðisnefndar Reykjavíkur fyrir starfsemi bálstofunnar. Mengun af völdum starfseminnar hefur með öðrum orðum reynst meiri en búast mátti við þegar leyfið var gefið út í júní 2021.
Um endurskoðunina gilda ákvæði gr. 5 og 14 í reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit.
Að lokinni endurskoðun verður tillaga að endurskoðuðum starfsleyfisskilyrðum auglýst á vefsvæði Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í fjórar vikur. Á þeim tíma má hver sem vill senda Heilbrigðiseftirlitinu athugasemdir við tillöguna á netfangið: heilbrigdiseftirlit@reykjavik.is