Akstursstefna í austur á Geirsgötu lokuð 15. ágúst

Gönguþverun verður af Lækjartorgi yfir í Reykjastræti.
Geirsgata

Fræsun og malbikun á Geirsgötu er lokið en nú verður hafist handa við gönguþverun götunnar við Reykjastræti. Akstursstefnu í austur á Geirsgötu verður lokað um klukkan tíu, fimmtudaginn 15. ágúst. Allri umferð í austur eftir Geirsgötu verður vísað á Hringbrautina eins og gert var í nokkra daga í júlí.

Sunnudaginn 18. ágúst verður norðurakrein svo lokað og unnið í henni. Um leið verður akstur til vesturs um suðurakreinina leyfður.
Á meðan þessu stendur verður opið í bílakjallarann við Hafnartorg en til að komast upp aftur þarf að fara út um rampinn hjá Hörpu.
Kapp verður lagt á að ljúka verkinu fyrir menningarnótt. Veðrið gæti þó sett strik í reikninginn.

Göngunþverunin 

Verkið í heild felst í því að fræsa burt núverandi malbik og leggja kantsteina sitthvoru megin til að lyfta göngufletinum 6 sm upp yfir malbikshæð götunnar. Snjóbræðsla verður lögð í gönguflötinn og malbikað yfir.  Loks verður máluð sebrabraut yfir götuna og gengið frá hellulögn gangstétta og í miðeyju. 

Verktakinn er Lóðaþjónustan.

Tilkynningar voru sendar í júlí á hagsmunaaðila, fjölmiðla, samfélagsmiðla og íbúagrúbbur og aftur núna í ágúst.