Gönguþverun yfir Geirsgötu

Framkvæmdir

Geirsgata

Í næstu viku er áætlað að hefja framkvæmdir við gönguþverun þar sem Reykjastræti þverar Geirsgötu. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir 15. júlí og klára verkefnið fyrir verslunarmannahelgi. 

Samhliða þessari vinnu stendur til að fræsa og malbika Geirsgötu og hluta Kalkofnsvegar og verða lokanir samnýttar eins og hægt er. 

Þessi vinna hefur veruleg áhrif á umferðarflæði. Tveimur akreinum Geirsgötu verður lokað í austur en umferð verður áfram til vesturs. Umferð verður færð til vesturs á milli akreina en allri umferð í austur eftir Geirsgötu verður vísað á Hringbrautina. 

  • Malbiksframkvæmdir eru alltaf háðar veðri en gætt verður að því að takmarka lokunartíma.
  • Aðgengi að bílakjallara á Hafnartorgi verður norður Geirsgötu og gert ráð fyrir að farið verði yfir götu til að komast í og burt í átt að Grandanum. Kjallarinn verður opinn allan tímann.

Hvað á að gera?

Verkið felst í því að fræsa burt núverandi malbik og leggja kantsteina sitthvoru megin til að lyfta göngufletinum 6 sm upp yfir malbikshæð götunnar. Snjóbræðsla verður lögð í gönguflötinn og malbikað yfir.  Loks verður máluð sebrabraut yfir götuna og gengið frá hellulögn gangstétta og í miðeyju.

Verktakinn er Lóðaþjónustan.