Aðgerðahópur gegn ofbeldi ungmenna tekinn til starfa
Aðgerðahópur vegna ofbeldis í garð og meðal barna hóf störf í dag. Hópnum er ætlað að hrinda í framkvæmd aðgerðum til að sporna við auknu ofbeldi meðal barna og ungmenna og auka forvarnarstarf.
Starfshópnum er ætlað að forgangsraða aðgerðum, móta áætlun um framkvæmd og innleiðingu. Með fjórtán aðgerðum er ætlunin að sporna við þróun í átt að auknu ofbeldi, auka forvarnarstarf og leiða saman fjölbreytta þjónustu- og viðbragðsaðila í samstilltu átaki gegn vaxandi ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi.
Aðgerðirnar sem um ræðir eru eftirfarandi:
- Auka þverfaglega nálgun í ofbeldismálum meðal barna
- Styðja við meðferðarúrræði Barna- og fjölskyldustofu vegna biðlista
- Koma á verklagi fyrir ósakhæf börn og úrræðum fyrir börn sem beita alvarlegu ofbeldi
- Endurskoða meðferð mála og úrræða fyrir sakhæf börn
- Efla samfélagslögreglu
- Innleiða svæðisbundið samráð um allt land
- Efla Landsteymi Miðstöðvar mennta- og skólaþjónustu sem styður við börn, foreldra og skóla.
- Setja á fót úrræði fyrir ungmenni 16-17 ára sem eru hvorki í vinnu né námi (NEET)
- Efla ungmennastarf í Breiðholti
- Efla Flotann – flakkandi félagsmiðstöð
- Auka fræðslu og forvarnir
- Virkja foreldrastarf í umhverfi barna – SAMAN hópurinn
- Hefja alþjóðlegt samvinnuverkefni um sjálfbært samfélag
- Samhæfa aðgerðir og móta stefnu til framtíðar
- Heildarkostnaður aðgerðanna er um 360 m.kr. yfir tveggja ára tímabil.
Þeir sem eiga fulltrúa í hópnum eru mennta- og barnamálaráðuneytið, ráðuneyti dómsmála og heilbrigðis, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu,, Barna- og fjölskyldustofa, Heilsugæsla hofuðborgarsvæðisins, fulltrúi ríkislögreglustjóra og fleiri lögregluembætta og Heimili og skóli. Eftirtaldir skipa hópinn:
- Hlín Sæþórsdóttir, sérfræðingur í mennta- og barnamálaráðuneytinu formaður, án tilnefningar
- Drífa Jónasdóttir, samkvæmt tilnefningu heilbrigðisráðuneytis
- Kjartan Jón Bjarnason, samkvæmt tilnefningu dómsmálaráðuneytis
- Alfa Dröfn Jóhannsdóttir, samkvæmt tilnefningu sambands íslenskra sveitarfélaga
- Anna Lára Pálsdóttir, samkvæmt tilnefningu Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu
- Funi Sigurðsson, samkvæmt tilnefningu Barna- og fjölskyldustofu
- Guðrún Halla Jónsdóttir, samkvæmt tilnefningu Reykjavíkurborgar
- Kári Sigurðsson, samkvæmt tilnefningu Reykjavíkurborgar,
- Elín Birna Skarphéðinsdóttir, samkvæmt tilnefningu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
- Sigurður Sigurðsson, samkvæmt tilnefningu Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra
- Eygló Þóra Harðardóttir, samkvæmt tilnefningu embættis ríkislögreglustjóra,
- Þóra Jónasdóttir, samkvæmt tilnefningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
- Skarphéðinn Aðalsteinsson, samkvæmt tilnefningu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.