Svifryksmælingar í Reykjavík fyrsta dag ársins 2026

Heilbrigðiseftirlit

Ármótin við Perluna í Öskjuhlíð

Síðustu klukkustundir ársins 2025 og fyrstu klukkustundir ársins 2026 var svifryksmengun mikil á höfuðborgarsvæðinu.

Svifryk er fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin en heilsuverndarmörk miðast við 50 míkrógrömm á rúmmetra á sólarhring fyrir PM 10 (svifagnir um 10 míkrógrömm að stærð). Svifrykið sem myndast þegar flugeldum er skotið upp er fíngerðara en umferðartengt svifryk og hlutfall smæstu agnanna, PM 2,5 og PM1 hærri. Þær agnir fara lengra niður í lungu og eiga greiðari aðgang inn í blóðrásina. Af þeim orsökum er fínasta svifrykið mun hættulegra heilsu en stærri agnirnar. Flugeldamengun inniheldur bæði þungmálma og önnur óæskileg efni sem myndast við bruna. Áberandi var hve hátt hlutfall fínasta svifrykið var af því svifryki sem mældist á gamlárskvöld og nýársnótt.

Hæsta mælda klst. gildi PM10 í Reykjavík mældist kl. 2:00 í mælistöðinni við Grensás og var 1.043,4 míkrógrömm á rúmmetra. Á sama tíma mældist þar hæsta gildi PM 2,5 sem var 676,3 míkrógrömm á rúmmetra. Svifryk fór yfir sólarhringsheilsuverndarmörk PM10 í þremur af fimm mælistöðvum í Reykjavík. Engin sólarhringsheilsuverndarmörk eru fyrir PM2,5 en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) mælir með sólarhringsheilsuverndarmörkum upp á 15 míkrógröm á rúmmetra. Sólarhringsgildi PM 2,5 fóru yfir þau mörk í öllum stöðvum nema einni á nýársdag í Reykjavík.
 

Tafla 1: Sólarhringsmeðaltal svifryks (PM10 og PM2,5) þann 1. janúar 2026 í míkrógrömmum á rúmmetra. 

Mælistöð Sólarhringur: PM 10 Míkrógrömm á rúmmetra Sólarhringur: PM 2,5 Míkrógrömm á rúmmetra
Grensás 121 64,6
Fjölskyldu og húsdýragarðurinn 45,1 33,2
Farstöð I Mjódd 19,5 11,1
Farstöð III Hlíðarfótur 63 44,5
Mælistöð Faxaflóahafna í Laugarnesi 91,8 65,7

 
Tafla 2: Styrkur svifryks (PM10) við Grensás fyrstu klukkustundir ársins frá árinu 2013.

Ár 2026 2025 2024 2023 2022 2021 2020 2019 2018 2017 2016 2015 2014 2013
Styrkur svifryks við Grensásveg 512 633 988 362 49 653 317 985 1.457 1.451 363 215 245 475