Lífsgæðaborgin – samvera, hreyfing og næring
Opinn fundur Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, borgarstjóra um lífsgæðaborgina Reykjavík verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, föstudaginn 16. janúar næstkomandi frá klukkan 9:00 til 11:00.
Markmið fundarins er að vekja athygli á mikilvægi þeirra þátta sem geta styrkt heilsu og vellíðan íbúa og eiga samtal um það hver lykillin er að góðum lífsgæðum. Flutt verða erindi þar sem farið er yfir ýmis verkefni innan borgarinnar sem styðja við lýðheilsu.
Fundurinn hefst klukkan 9:00. Húsið opnar klukkan 8:30 og verður gestum boðið upp á morgunhressingu.
Taki dagskráin breytingum verður hún uppfærð á vefsíðu fundarins Lífsgæðaborgin. Þar má einnig horfa á streymi frá fundinum og sækja kynningar að fundi loknum.
Fundarstjóri Harpa Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri lýðheilsumála.
Dagskrá:
- Hvað eru lífsgæði?
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri - Öll út að leika allan ársins hring
Atli Steinn Árnason, skrifstofustjóri útilífsborgarinnar - Miðstöð útivistar og útináms
Stína Bang, verkefnastjóri náttúruskóla - Áhrif umhverfis á lífsgæði
Rebekka Guðmundsdóttir, deild borgarhönnunar - Reykjavík, full af lífi!
Benedikt Traustason, skrifstofa umhverfisgæða - Virði skóga í borg fyrir heilsu og vellíðan
Hallgrímur Jón Hallgrímsson - Töfrar sundmenningar á Íslandi
Margrét Leifsdóttir, arkitekt og heilsumarkþjálfi og Guðrún Tinna Thorlacius, hómópati og markþjálfi - Kaffihlé
- Nýtt Grófarhús – bókasafn allra borgarbúa
Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri nýsköpunar - Fjölskyldan að leiðarljósi
Mariska Kappert, verkefnastjóri Gerðubergi - Matur og næring
Bryndís Eva Birgisóttir, prófessor í matvæla- og næringarfræði - Gjaldfrjálsar skólamáltíðir, reynsla að loknu fyrsta skólaári
Dr. Ellen Alma Tryggvadóttir, verkefnastjóri næringar hjá Embætti Landlæknis - Seljagarður - hverfisrekinn grenndargarður
Brynja R. Guðmundsdóttir, stjórnarmeðlimur Seljagarðs
Verið velkomin.