Innköllun á nýrnabaunum

Hætta er á að varnarefnið carbofuran greinist í vörunni.
nýrnabaunapoki

Aðföng, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum lífrænar þurrkaðar nýrnabaunir, vörumerki Himneskt.

Ástæða innköllunar

Hætta er á að varnarefnið carbofuran greinist í vörunni.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við

Vörumerki:                              Himneskt

Vöruheiti:                                 Lífrænar nýrnabaunir (þurrkaðar)

Strikamerki:                            5690350050449

Nettómagn:                            500 g

Best fyrir dagsetning:        03.04.2027

Lotunúmer:                            02.10.2025 mm:ss (mm = mínútur & ss = sekúndur; breytilegt eftir pakkningum)

Framleiðandi:                        Pakkað af Midsona Danmark A/S fyrir Aðföng

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru

Aðföng, Skútuvogi 7-9, 104 Reykjavík.

Dreifing (verslanir)

Verslanir Hagkaupa og Bónuss.

Leiðbeiningar til neytenda

Neytendur sem hafa keypt umrædda vöru eru beðnir um að hætta notkun hennar og farga en einnig má skila henni í versluninni þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. Ef einhverjar spurningar vakna eða fyrir nánari upplýsingar vinsamlega hafið samband við gæðastjóra Aðfanga í síma 530 5600 eða  í gegnum netfangið gm[hja]adfong.is.