Innkalla NAN þurrmjólk

NAN þurrmjólk

Danól, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum NAN þurrmjólk fyrir ungbörn, vörumerki Nestlé.

Ástæða innköllunar

Hráefni sem notað er við framleiðslu þurrmjólkurinnar getur innihaldið aðskotaefni.

Upplýsingar um vörur sem innköllunin einskorðast við

Vörumerki: Nestlé

Vöruheiti: NAN Expert Pro HA 1

Lotunúmer: 51690742F4

Best fyrir dagsetning: 30.06.2027

 

Vörumerki: Nestlé

Vöruheiti: NAN Pro 1

Lotunúmer: 51180346AC

Best fyrir dagsetning: 30.04.2027

 

Vörumerki: Nestlé

Vöruheiti: NAN Pro 1

Lotunúmer: 51250346AC

Best fyrir dagsetning: 31.05.2027

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru

Danól, Fosshálsi 25, 110 Reykjavík.

Dreifing (verslanir)

Verslanir Hagkaupa og Bónuss, Costco, Lyfjaval Vesturlandsvegi, verslanir Krónunnar, verslanir Samkaupa, Mój Market Nóatúni, Mini Market Smiðjuvegi, Bjarnabúð, Kaupfélag Vestur Húnvetninga, ýmis apótek.

Leiðbeiningar til neytenda

Neytendur sem hafa keypt umræddar vörur eru beðnir um að hætta notkun þeirra og farga en einnig má skila þeim í verslununum þar sem þær voru keyptar.