Innkalla fæðubótarefnið Barnavít
Heilsa ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum fæðubótarefnið Barnavít, vörumerki Guli miðinn.
Ástæða innköllunar
Ráðlagður daglegur neysluskammtur inniheldur of mikið af A-vítamíni.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við
Vörumerki: Guli miðinn
Vöruheiti: Barnavít
Strikamerki: 5690684000165
Lotunúmer og best fyrir dagsetning: 1271-5240 30.6.2028, 2191-4201 31.12.2027, 2711-4220 30.04.2027
Framleiðandi: Tishcon Corp. í Bandaríkjunum
Pökkunaraðili: Heilsa ehf., Skarfagörðum 2, 104 Reykjavík
Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru
Heilsa ehf., Skarfagörðum 2, 104 Reykjavík.
Dreifing (verslanir)
Austurbæjarapótek, Borgar apótek, Lyfja, Krónan, Hagkaup, Fjarðarkaup, Lyfjaver, Heilsuver, Apótekarinn, Lyf og heilsa, Lyfsalinn, Hlíðarkaup, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Þín verslun Kassinn.
Leiðbeiningar til neytenda
Neytendur sem hafa keypt umrædda vöru eru beðnir um að hætta notkun hennar og farga en einnig má skila henni í versluninni þar sem hún var keypt eða hjá Heilsu ehf.