Borgarstjóri sendir samúðarkveðjur til Crans-Montana í Sviss
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur sent samúðarbréf til Nicolas Feraud, borgarstjóra, vegna eldsvoðans í skíðabænum Crans-Montana í nótt, þar sem 40 manns létust og á annað hundrað manns eru slasaðir.
Í samúðarkveðjunni frá Reykvíkingum segir meðal annars að við séum harmi lostin yfir þessum hörmulega eldsvoða og þeim missi sem hann hefur valdið í samfélagi ykkar. Hugur okkar sé hjá fórnarlömbum, ástvinum þeirra og öllum sem eigi um sárt að binda vegna slyssins.