Viltu taka þátt í að skapa einstaka stemningu á Menningarnótt?

Flugeldasýning á Menningarnótt. Ljósmynd Ragnar Th. Sigurðsson
Flugeldasýning á Menningarnótt
Menningarnótt 2025 verður haldin þann 23. ágúst næstkomandi og það er enn hægt að skrá inn viðburði.
 
Menningarnótt var fyrst haldin árið 1996 og hefur hátíðin vaxið og dafnað í gegnum árin.  Menningarnótt, stærsta afmælis- og borgarhátíð Reykjavíkur og segja má að hátíðin sé hápunktur sumarsins og skemmtilegir viðburðir lita mannlífið í miðborginni frá morgni til kvölds. 
 

Þátttökuhátíð

Hátíðin er fyrir alla borgarbúa og gesti sem vilja taka þátt og skemmta sér. Hefð er orðin hjá mörgum fjölskyldum og vinahópum að mæla sér mót á Menningarnótt og eiga skemmtilegan dag saman.  Menningarnótt er sannkölluð þátttökuhátíð og eru öll sem eru með skemmtilega hugmynd af viðburði hvött til að taka þátt. Hátíðarsvæðið nær yfir miðborgina og að Lönguhlíð í Austurbænum, að Hagatorgi í Vesturbænum og teygir sig út á Granda. 

Tekið er á móti skráningum til þátttöku til 8. ágúst 2025. 

Viltu taka þátt? Skráðu þig hér.