Vegfarendur beðnir um að sýna aðgát við sérstakar veðuraðstæður í Reykjavík

Sæbrautin og húsin þar sjást frá sjó

Grjót hefur skolað á land upp á stíga og götur í miklum áhlaðanda frá sjó sem gengur yfir í dag og á morgun. Búist er við að þetta veður muni hafa áhrif í borginni alla helgina. 

Sérstaklega á þetta við um svæðið frá Kirkjusandi að Ánanaustum og Eiðsgranda. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og jafnvel fara aðrar leiðir ef mögulegt er á meðan þetta stendur yfir.