Vefur Borgarsögusafns - Opinber vefur ársins

Menning og listir

Jóhanna Guðrún Árnadóttir og Helga Maureen Gylfadóttir, starfsmenn Borgarsögusafns með verðlaunin
Jóhanna Guðrún Árnadóttir og Helga Maureen Gylfadóttir, starfsmenn Borgarsögusafns með verðlaunin

Vefur Borgarsögusafns hlaut 1. verðlaun sem opinberi vefur ársins 2024 á íslensku vefverðlaununum í gær. Framleiðendur vefsins voru Júní og Reykjavíkurborg.

Á nýjum vef Borgarsögusafns hefur leiðarkerfið verið bætt og skýr framsetning efnis auðveldar notendum að finna upplýsingar á einfaldan og skilvirkan hátt. Myndasafn hefur verið endurbætt og sögulegar myndir og myndbönd orðin aðgengilegri. 

Myndböndin bjóða upp á lifandi innsýn í sögulega atburði, menningu og arfleifð. Myndasafn hefur verið endurbætt og sögulegar myndir og myndbönd orðin aðgengilegri. Safnið sinnir mikilvægum rannsóknum á sviði minjavörslu og heldur utan um menningarminjar í Reykjavík.

Framleiðendur vefsins voru Júní og Reykjavíkurborg.

Til hamingju Borgarsögusafn!