Þrír heppnir unnu til verðlauna í Jólavættaleiknum
Dregið hefur verið úr innsendum svarseðlum í jólavættaleik Reykjavíkurborgar.
Leppalúði, Leiðindaskjóða, Stekkjastaur, Jólakötturinn og fleiri furðuverur komu sér fyrir á húsveggjum víða í miðbænum í desember líkt og fyrri ár og úr verður skemmtilegur ratleikur fyrir alla fjölskylduna. Gunnar Karlsson myndlistarmaður teiknaði vættirnar sem hafa lífgað upp á miðborgina á aðventunni frá árinu 2011. Dregið hefur verið úr innsendum svarseðlum og vinningshafarnir eru:
1. sæti - Víðir Páll Valtýsson
2. sæti - Guðjón Viðarsson
3. sæti - Eric Tao Stefánsson
Til hamingju!
Vinningshafarnir hljóta vegleg verðlaun;
Við þökkum öllum fyrir þátttökuna.