Þrír heppnir unnu til verðlauna í Jólavættaleiknum

Jólavættir komnar á kreik

Dregið hefur verið úr innsendum svarseðlum í jólavættaleik Reykjavíkurborgar.

Leppalúði, Leiðinda­skjóða, Stekkj­astaur, Jóla­kött­ur­inn og fleiri furðuver­ur komu sér fyr­ir á hús­veggj­um víða í miðbæn­um í des­em­ber líkt og fyrri ár og úr verður skemmti­leg­ur rat­leik­ur fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Gunn­ar Karls­son mynd­list­armaður teiknaði vætt­irn­ar sem hafa lífgað upp á miðborg­ina á aðvent­unni frá ár­inu 2011. Dregið hefur verið úr innsendum svarseðlum og vinningshafarnir eru:

1. sæti - Víðir Páll Valtýsson

2. sæti - Guðjón Viðarsson

3. sæti - Eric Tao Stefánsson

Til hamingju!

Vinningshafarnir hljóta vegleg verðlaun; 

Gjafakort Miðborgarinnar, Gjafabréf í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, Gjafabréf fyrir fjölskylduna í Perluna (2 fullorðnir + 2 börn), Gjafapakki frá Safnbúðum Reykjavíkur, Menningarkort Reykjavíkur handa fjölskyldunni og mánaðarkort í sund. 

Við þökkum öllum fyrir þátttökuna.