Þrettándabrennur í Reykjavík 2025
Tvær brennur verða haldnar í Reykjavík á þrettándanum, mánudaginn 6. janúar 2025, annars vegar við Ægisíðu og hins vegar við Gufunesbæ í Grafarvogi.
Austurmiðstöð kveður jólin með þrettándabrennu við Gufunesbæ og hefst dagskráin kl. 18:00. Langleggur og Skjóða koma á svið kl.18.25 og jólasveinar koma um kl.18:40. Þrettándagleðinni lýkur svo með flugeldasýningu kl.19:00.
Á þrettándahátíð Vesturbæjar verður dagskráin eftirfarandi. Safnast verður saman við Melaskóla kl. 18:00, þar sem efnt verður til fjöldasöngs en því næst verður gengið með blys að brennunni á Ægisíðu. Kveikt verður í brennunni kl. 18:30 og flugeldasýning um kl. 18:45. Bannað er að skjóta upp flugeldum í nágrenni brennunnar vegna hættu sem af þeim getur skapast.
Foreldrafélög Vesturbæjar-, Granda-, Haga- og Melaskóla, ásamt Vesturmiðstöð standa að þrettándahátíðinni, ásamt nokkrum styrktar- og samstarfsaðilum.
Góða skemmtun!