Takk fyrir að nýta ykkur moltuna!

Góðar viðtökur hafa verið við moltu sem hefur staðið íbúum endurgjaldslaust til boða á sjö grenndarstöðvum í Reykjavík frá því í apríl. Íbúar hafa tekið þessu fagnandi og nýtt moltuna í vorverkin en nú er búið að fjarlægja gámana þetta árið. Áfram er hægt að fá moltu á endurvinnslustöðvum Sorpu.
Moltan er gerð úr matarleifum og með því að nota moltu er verið að styðja við hringrás næringarefna umhverfi, loftslagi og efnahag til góða. Takk fyrir að flokka matarleifar og nota moltu.