Síðustu klukkustundir ársins 2024 og fyrstu klukkustundir ársins 2025 var svifryksmengun mikil á höfuðborgarsvæðinu. Mengun varði þó skemur og var minni en óttast var vegna veðuraðstæðna. Seinni part nætur var svifryksmengun orðin lítil en á nýársdag mældist þó nokkur köfnunarefnisdíoxíðsmengun í borginni. Gildi svifryks fór yfir sólarhringsheilsuverndarmörk í mælistöð Umhverfisstofnunar við Grensásveg.
Fíngerðara en umferðartengt svifryk
Svifryk er fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin en heilsuverndarmörk miðast við 50 míkrógrömm á rúmmetra á sólarhring fyrir PM 10 (svifagnir um 10 míkrógrömm að stærð). Svifrykið sem myndast þegar flugeldum er skotið upp er fíngerðara en umferðartengt svifryk og hlutfall smæstu agnanna, PM 2,5 og PM1 mun hærra. Þær agnir fara lengra niður í lungu og eiga greiðari aðgang inn í blóðrásina. Af þeim orsökum er fínasta svifrykið mun hættulegra heilsu en stærri agnirnar. Áberandi var hve hátt hlutfall fínasta svifrykið var af því svifryki sem mældist á gamlárskvöld og nýársnótt.
Í töflum hér að neðan er sólarhringsmeðaltal svifryks í loftgæðamælistöðvum í Reykjavík 1. janúar 2025 (tafla 1) og styrkur PM10, PM2,5 og PM1fyrstu klukkustundir ársins í öllum mælistöðvum þann 1. janúar 2025. Að lokum er í töflu 5 sögulegt yfirlit yfir styrk svifryk (PM10) fyrstu klst. ársins í mælistöðinni á Grensásvegi frá 2012 til ársins í ár.
Tafla 1: Sólarhringsmeðaltal svifryks (PM10 og PM2,5) þann 1. janúar 2025 í míkrógrömmum á rúmmetra.
Mælistöð |
Sólarhringur: PM 10 Míkrógrömm á rúmmetra |
Sólarhringur: PM2,5 Míkrógrömm á rúmmetra |
Grensás | 54,1 | - |
Fjölskyldu og húsdýragarðurinn | 41,2 | 33,8 |
Mælistöð Faxaflóahafna í Laugarnesi | 48,8 | 41,1 |
Tafla 2: Styrkur PM10 fyrstu klukkustundir ársins í mælistöðvum í Reykjavík þann 1. janúar 2025
Mælistöð | Kl. 00-01: Míkrógrömm á rúmmetra | Kl. 01-02: Míkrógrömm á rúmmetra | Kl. 02-03: Míkrógrömm á rúmmetra |
Grensás | 633 | 148 | 88 |
Fjölskyldu og húsdýragarðurinn | 501,6 | 244,6 | 38 |
Mælistöð Faxaflóahafna í Laugarnesi | 51,65 | 81,1 | 569,4 |
Tafla 3: Styrkur PM2,5 fyrstu klukkustundir ársins í mælistöðvum í Reykjavík þann 1. janúar 2025
Mælistöð | Kl. 00-01: Míkrógrömm á rúmmetra | Kl. 01-02: Míkrógrömm á rúmmetra | Kl. 02-03: Míkrógrömm á rúmmetra |
Grensás | - | - | - |
Fjölskyldu og húsdýragarðurinn | 434,7 | 216 | 31,1 |
Mælistöð Faxaflóahafna í Laugarnesi |
44,1
|
69,9 | 499,9 |
Tafla 4: Styrkur PM1 fyrstu klukkustundir ársins í mælistöðvum í Reykjavík þann 1. janúar 2025
Mælistöð | Kl. 00-01: Míkrógrömm á rúmmetra | Kl. 01-02: Míkrógrömm á rúmmetra | Kl. 02-03: Míkrógrömm á rúmmetra |
Grensás | - | - | - |
Fjölskyldu og húsdýragarðurinn | 418,7 | 209,8 | 29,8 |
Mælistöð Faxaflóahafna í Laugarnesi |
43
|
68 | 487,3 |
Tafla 5: Styrkur svifryks (PM10) við Grensás fyrstu klst. ársins frá árinu 2012
Ár | 2025 | 2024 | 2023 | 2022 | 2021 | 2020 | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 | 2015 | 2014 | 2013 | 2012 |
Styrkur svifryks við Grensásveg | 633 | 988 | 362 | 49 | 653 | 317 | 985 | 1.457 | 1.451 | 363 | 215 | 245 | 475 | 1.014 |