Sundlaug Vesturbæjar - barnalaug og aðallaug opna aftur

Vesturbæjarlaug á góðum sumardegi
Sundlaug vesturbæjar séð úr lofti

Barnalaug- og aðallaug Vesturbæjarlaugar, sem loka þurfti tímabundið vegna flögnunar á málningu, verða opnaðar aftur í fyrramálið með fyrirvara um að veður leyfi. 

Loka þurfti laugarkarinu tímabundið vegna endurtekinnar flögnunar á málningu eftir umfangsmiklar viðhaldsframkvæmdir í sumar sem ráðist var í með það að marki að bæta aðstöðu gesta og endurnýja eldri mannvirki.  

Laugarkarið var háþrýstiþvegið til að fjarlægja lausa málningu og sýni tekin til að hægt sé að greina hvað veldur flögnun. Að því loknu var blettum lokað með nýrri málningu. 

Um bráðabirgðaviðgerð er að ræða og standa vonir til að hún haldi fram að sumri þegar hægt verður að vinna að varanlegri lausn.