Styrkir til skóla- og frístundastarfs fyrir 75 milljónir króna

Barn að lesa bók

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur hefur samþykkt úthlutun styrkja úr B-hluta þróunar- og nýsköpunarsjóðs ráðsins fyrir skólaárið 2025–2026. Alls hlutu tólf verkefni styrki að heildarupphæð 75 milljónir króna. Verkefnin endurspegla fjölbreyttar áherslur í menntun, frístundastarfi og samfélagsþátttöku barna og ungmenna.

 

Styrkirnir eru veittir samkvæmt reglum sjóðsins undir yfirskriftinni „Látum draumana rætast“ og miða að því að styðja við nýsköpun og þróun í skóla- og frístundastarfi í Reykjavík.

Verkefnin sem hlutu styrk eru eftirfarandi:  

  1. Tónlistariðkun í þremur leikskólum
    Samstarfsaðilar: Klambrar, Stakkaborg, Nóaborg, Menntavísindasvið HÍ og Nýsköpunarmiðstöð menntamála
    Styrkur: 8 milljónir króna
     
  2. Heillaspor í skólastarfi
    Samstarfsaðilar: Rimaskóli, Austurbæjarskóli, Menntavísindasvið HÍ, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og Austurmiðstöð
    Styrkur: 6 milljónir króna
     
  3. HugSmiðja – Hugsandi skólasamfélag
    Samstarfsaðilar: Grandaskóli, Rimaskóli, Laugarnesskóli, Vesturmiðstöð, frístundaheimilið Undraland, Mixtúra, Nýmennt HÍ og Menntavísindasvið HÍ
    Styrkur: 8 milljónir króna
     
  4. Markvisst innra mat
    Samstarfsaðilar: Grunnskólar í Suður-, Norður- og Vesturmiðstöð
    Styrkur: 5 milljónir króna
     
  5. Leiklist, dans og sköpun í Miðborginni
    Samstarfsaðilar: Félagsmiðstöðin 100og1, frístundaheimilið Draumaland, frístundamiðstöðin Tjörnin, Menntavísindasvið HÍ, Vesturmiðstöð og Girerd leikhúsið
    Styrkur: 4 milljónir króna
     
  6. Skjól í stormi
    Samstarfsaðilar: Frístundamiðstöðvarnar Tjörnin, Brúin, Kringlumýri og Miðberg, mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar, fagskrifstofa frístundamála og Samtökin 78
    Styrkur: 7 milljónir króna
     
  7. Ábyrgt og jákvætt samfélag á miðstigi
    Samstarfsaðilar: Vesturmiðstöð, Hlíðaskóli, Háteigsskóli, félagsmiðstöðvarnar Gleðibankinn og 105 og íþróttafélagið Valur
    Styrkur: 4 milljónir króna
     
  8. Farsæld til framtíðar
    Samstarfsaðilar: Félagsmiðstöðin Hundraðogellefu, Fellaskóli, Hólabrekkuskóli, Suðurmiðstöð, Menntavísindasvið HÍ og Netumferðarskólinn
    Styrkur: 8 milljónir króna
     
  9. Hverfið okkar í nærmynd – rödd samfélagsins
    Samstarfsaðilar: Borgaskóli, Engjaskóli, Víkurskóli, félagsmiðstöðin Vígyn, Mixtúra og HÍ
    Styrkur: 4 milljónir króna
     
  10. Handbókin Kynverund og kúltúr: Kynfræðsla fyrir börn og ungmenni með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn
    Samstarfsaðilar: Fellaskóli, Jafnréttisskólinn, félagsmiðstöðin Hundraðogellefu, ráðgjafa- og viðbragðsteymi um óæskilega kynferðislega hegðun barna og ungmenna, Miriam Petra, Chanel Björk og Menntavísindasvið HÍ
    Styrkur: 6 milljónir króna
     
  11. LÆM – Læsi allra mál
    Samstarfsaðilar: Suðurmiðstöð, leikskólar, grunnskólar og frístundaheimili í Breiðholti, Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri
    Styrkur: 7 milljónir króna
     
  12. Málþroski og læsi – að virkja þátttöku foreldra
    Samstarfsaðilar: Fellaskóli, leikskólarnir Ösp og Holt og Menntavísindasvið HÍ
    Styrkur: 8 milljónir króna

Nánari upplýsingar um verkefnin er að finna á vef menntastefnu Reykjavíkur