Stöndum vörð um fuglalíf á varptíma - höldum köttum inni

Fallegur köttur með litríkan kraga sem fælir fuglana.
Fallegur köttur með litríkan kraga sem fælir fuglana.

Svartþrastarungar eru nú komnir á kreik í görðum borgarinnar og víðar. Ungarnir eru stéllitlir og ekki orðnir vel fleygir. Gott væri ef heimilisköttum væri haldið inni á varptíma fuglanna, helst að nóttu til, því þá er aðal veiðitími þeirra.

Svartþrastarungar eru nú komnir á kreik í görðum borgarinnar og víðar. Ungarnir eru stéllitlir og ekki orðnir vel fleygir. Karlfuglinn sér um að fóðra ungana sína á meðan kvenfuglarnir undirbúa næsta varp. Skógarþrestirnir fylgja svo í kjölfarið en þeir byrja heldur seinna að verpa.
 
Ungviðinu mæta ýmsar hættur og þá helst af völdum heimilis- og villikatta. Gott væri ef heimilisköttum væri haldið inni á varptíma fuglanna, helst að nóttu til, því þá er aðal veiðitími þeirra.
 
Bjöllur og kragar á köttum hafa fælingarmátt. Kattarkragar í skærum litum, líkt og þessi fallegi köttur er með um hálsinn, gera það að verkum að köttum tekst síður að læðast að bráðinni, þar sem fuglar sjá skæra liti mjög vel.
 
Á heimsíðu Fuglaverndar kemur fram að kettir með kraga veiða allt að 19 sinnum færri fugla en kettir sem eru ekki með kraga.
Leggjum okkar að mörkum og stöndum vörð um viðkvæmt fuglalíf á meðan á varptíma stendur.