Starfsstaðir opnaðir á ný

Veður er nú að ganga niður í borginni og rauð viðvörun ekki lengur í gildi. Starfsemi borgarinnar er því að færast í eðlilegt horf og flestir starfsstaðir að opna á ný.
Röskun var á skóla- og frístundastarfi í dag. Frístundaheimili hafa nú verið opnuð. Sama gildir um leikskóla nema þar sem starfsdagar voru fyrirhugaðir.
Þeir starfsstaðir velferðarsviðs sem voru lokaðir vegna veðursins hafa verið opnaðir aftur, svo sem miðstöðvar velferðarsviðs, skrifstofa Barnaverndar Reykjavíkur og félagsmiðstöðvar fyrir fullorðið fólk. Undanskildar eru dagdvalirnar Þorrasel og Esjutún sem eru lokaðar í dag.
Öllum starfsstöðum menningar- og íþróttasviðs var lokað. Opnanir voru og verða eftirfarandi þar:
Breiðholtslaug: 13:00
Listasafn Reykjavíkur: 13:00
Landnámssýningin í Aðalstræti: 13:00
Ljósmyndasafn Reykjavíkur: 13:00
Sjóminjasafnið í Reykjavík: 13:00
Borgarbókasafn: 13.30
Fjölskyldu- og húsdýragarður: 13:30
Árbæjarlaug: 13:30
Vesturbæjarlaug: 13:30
Laugardalslaug: 13:30
Dalslaug: 14:00
Sundhöll Reykjavíkur: 14:00
Grafarvogslaug: 14:00
Ylströnd: 14:30
Klébergslaug: 15:00
Árbæjarsafn: Lokað í dag.
Skíðasvæðin í borginni og Bláfjöll: Lokað í dag.
Afgreiðsla þjónustuvers í Höfðatorgi og í Ráðhúsi Reykjavíkur var lokuð til klukkan 13 í dag en hefur nú verið opnuð. Að venju má ná í þjónusturáðgjafa í síma 411-111 og í netspjalli. Einnig má senda línu á upplysingar@reykjavik.is eða á ábendingavefinn, abendingar.reykjavik.is.
Vinsamlegast athugið:
- Í neyðartilvikum hringið í 112.
- Neyðarsími Veitna er 516-6161.