
Þau sem ætla að nýta sér þjónustu leikskóla borgarinnar þá daga sem grunnskólarnir eru í vetrarfríi, 24. og 25. febrúar næstkomandi, þurfa að skrá börn sín sérstaklega. Opnað var fyrir skráningu janúar 27. og er skráningarfrestur til 9. febrúar. Skráning fer fram á minarsidur.reykjavik.is.
Gott að hafa í huga:
- Á skráningardögum er vistun valkvæð og leikskólagjöld því felld niður ef við á.
- Ef óskað er eftir vistun fyrir barn á þessum dögum þarf að skrá það sérstaklega hér og þá er greitt fyrir þá daga.
- Ef barn er ekki skráð í vistun er reiknað með því að það verði í fríi.
- Hægt er að skrá barn í vistun annan daginn eða báða, mánudaginn 24. febrúar og þriðjudaginn 25. febrúar.
- Greitt er fyrir þá daga sem barnið er skráð, sama hvort barnið mætir eða ekki.
- Skráning er bindandi og gildir einungis fyrir þá daga sem barnið er skráð.