Skráning í leikskóla í dymbilviku stendur yfir

Skóli og frístund

Börn í röð í leikskóla.

Skráning vegna vistunar í leikskóla í dymbilviku stendur til 30. mars næstkomandi.

Þau sem óska eftir vistun fyrir barn í dymbilvikunni þurfa að óska eftir því með því að skrá barnið í vistun. Greiða þarf sérstaklega fyrir þá daga sem barn er skráð, hvort sem barnið mætir eða ekki. Gert er ráð fyrir að börn sem ekki eru skráð verði í fríi. Í ár eru þetta dagarnir 14.-16. apríl. Skráning fer fram á minarsidur.reykjavik.is.

Gott að hafa í huga:

  • Á skráningardögum er vistun valkvæð og leikskólagjöld því felld niður ef við á.
  • Ef óskað er eftir vistun fyrir barn á þessum dögum þarf að skrá það sérstaklega og þá er greitt fyrir þá daga.
  • Ef barn er ekki skráð í vistun er reiknað með því að það verði í fríi.
  • Hægt er að skrá barn í vistun annan daginn eða báða, mánudaginn 14. apríl, þriðjudaginn 15. apríl og miðvikudaginn 16. apríl.
  • Greitt er fyrir þá daga sem barnið er skráð, sama hvort barnið mætir eða ekki.
  • Skráning er bindandi og gildir einungis fyrir þá daga sem barnið er skráð.