Skóflustunga tekin að 68 leiguíbúðum við Haukahlíð 18 í Reykjavík

Frá vinstri: Gylfi Gíslason framkvæmdastj. Jáverks, Björn Traustason framkvæmdastj. Bjargs, Magnús M. Guðmundsson framkvæmdastj. BSRB, Heiða B. Hilmisdóttir borgarstjóri, Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ, Guðrún Kristinsdóttir, starfsmaður Bjargs
Skóflustunga við Haukahlíð í Reykjavík. Fv: Gylfi Gíslason framkvæmdastjóri Jáverks, Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjargs, Magnús M. Guðmundsson framkvæmdastjóri BSRB, Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri Reykjavíkurborgar, Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ og Guðrún Kristjánsdóttir starfsmaður Bjargs.

Áætlað er að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar í júlí 2027, en íbúðirnar verða afhentar á þremur mismunandi dagsetningum. 

Íbúðirnar eru í 85 íbúða fjölbýlishúsi á 3-5 hæðum með þremur stigahúsum og verða íbúðirnar tveggja til sex herbergja. Bílakjallari verður í húsinu ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu. Gæludýrahald verður leyft í hluta íbúðanna á jarðhæð. 

Teikning af fjölbýlsihúsum við Haukahlíð 18
Teikning af fjölbýlsihúsum við Haukahlíð 18



Opnað verður fyrir umsóknir í september á næsta ári.

Verktaki: Jáverk ehf.