Samúðarskeyti til borgarstjóra Lissabon
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri sendi samúðarskeyti fyrir hönd Reykjavíkurborgar til borgarstjóra Lissabon vegna togvagnaslyssins sem varð í borginni þann 3. september síðastliðinn. Carlos Moedas, borgarstjóri Lissabon hefur svarað samúðarskeytinu og þakkar fyrir falleg orð á erfiðum tíma.
Í bréfinu vottaði borgarstjóri íbúum Lissabon samúð fyrir hönd íbúa Reykjavíkur.
Kæri borgarstjóri , Carlos Moedas, borgarstjóri Lissabon.
Fyrir hönd allra Reykvíkinga, vil ég votta þér mína dýpstu samúð vegna þess afdrifaríka slyss sem varð þann 3. september síðastliðinn, þar sem 16 farþegar létu lífið þegar togbrautarvagn fór út af sporinu í borginni.
Hugur okkar er hjá fjölskyldum, ástvinum og íbúum borgarinnar sem syrgja þá sem létust í þessu alvarlega slysi.
Samúðarskeyti frá Heiðu Björgu borgarstjóra til Carlos Moedas, borgarstjóra Lissabon.
Carlos Moedas, borgarstjóri Lissabon hefur svarað samúðarskeytinu og þakkar fyrir falleg orð á erfiðum tíma.
Ég vil láta í ljós þakklæti mitt fyrir hlýleg orð þín og stuðning á þessum erfiðu tímum sársauka og sorgar sem við öll stöndum frammi fyrir. Þessi fordæmalausa harmleikur hefur verið yfirþyrmandi fyrir borgina Lissabon, borgarbúa okkar og fjölskyldur fórnarlambanna og skilaboð þín veittu huggun og samstöðu sem ég kann innilega að meta.
Þakkarbréf frá Carlos Moedas, borgarstjóra Lissabon, fyrir auðsýnda samúð.