Reisulegt Oslóartré fellt í Heiðmörk

Borgarstjóri bar sig fagmannlega að við trjáfellinguna. Róbert Reynisson
Heiða B. Hilmisdóttir borgarstjóri fellir Oslóartréð í Heiðmörk 2025. Nærmynd af henni, full body, að saga tréð.

Það var fallegt um að litast í Heiðmörk í hádeginu í dag þegar Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri felldi Oslóartréð sem prýðir Austurvöll yfir hátíðarnar.

Eftir að hafa fengið viðeigandi öryggisútbúnað hjá Skógræktinni til verksins naut borgarstjóri aðstoðar Sævars Hreiðarssonar skógarvarðar hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur við að saga tréð og fella það. Við mælingu reyndist það vera um 12 metra hátt sitkagrenitré.

Heiða B. Hilmisdóttir borgarstjóri naut liðsinnis Sævars Hreiðarssonar, skógarvarðar hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, við að fella Oslóartréð 2025. Þau standa saman við tréð nýfallið, í öryggisfatnaði með hjálma.

Heiða B. Hilmisdóttir borgarstjóri naut liðsinnis Sævars Hreiðarssonar, skógarvarðar hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, við að fella tréð.

Tákn um vináttu

Oslóarborg gaf í áratugi Reykvíkingum jólatré sem tákn um vináttu borganna og sameiginlegar hefðir og jólagleði. Þótt Oslóartréð komi nú úr Heiðmörk hefur það engu breytt um vináttuna og í stað jólatrés gefa borgaryfirvöld í Osló grunnskólum í Reykjavík bækur. Að trjáfellingu lokinni var viðstöddum boðið upp á ketilkaffi og sætabrauð að viðstöddum fulltrúum frá norska sendiráðinu.

Mikið lagt í skreytingar

Oslóartréð verður sett upp á Austurvelli og mikið lagt í skreytingar líkt og áður til að gleðja borgarbúa og aðra vegfarendur. Jólaljósin á trénu verða svo tendruð við hátíðlega athöfn á fyrsta sunnudegi í aðventu þann 30. nóvember klukkan 16.00.

Að venju gefur Reykjavíkurborg Færeyingum tré, sem Eimskip sér um að flytja til Færeyja. Kveikt verður á því jólatré í Þórshöfn þann 29. nóvember.

12 metra hátt sitkagrénitré, Oslóartréð 2025, þegar borgarstjóri var nýbúinn að fella það í Heiðmörk. Manneskja í hlífðarfötum, líklega Heiða borgarstjóri, stendur hjá trénu hægra megin í mynd.

12 metra hátt sitkagrénitréð verður fallega skreytt á Austurvelli.