Reglur um bílastæðakort fyrir rekstraraðila í Reykjavík
Borgarbúum og öðrum hagaðilum gefst nú tækifæri á að koma á með ábendingar um drög að reglum um bílastæðakort fyrir rekstraraðila í Reykjavík.
Vísað er í samþykkta tillögu umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. júní 2025 um bílastæðakort fyrir rekstraraðila í Reykjavík þar sem samþykkt var að gefa almenningi kost á að koma á framfæri athugasemdum eða ábendingum við tillöguna.
Markmið breytinganna er að skapa aukinn sveigjaleika fyrir rekstraraðila á gjaldskyldum svæðum borgarinnar. Umhverfis- og skipulagsráð vísar tillögunni til samráðsgáttar Reykjavíkur til að íbúar Reykjavíkur og aðrir hagaðilar geti kynnt sér tillögunar og komið með athugasemdir.
Reglurnar eru hugsaðar sem tilraunaverkefni og er gert ráð fyrir að þær gildi til loka árs 2027 en áður en þær renna út verði með hliðsjón af reynslunni af þeim, tekin ákvörðun um hvort þær skulu endurnýjaðar eða aflagða.
Íbúar Reykjavíkur og aðrir hagaðilar eru hvattir til að senda inn ábendingar við meðfylgjandi drög að reglum um bílastæðakort fyrir rekstraraðila í Reykjavík. Til að einfalda úrvinnslu er óskað eftir því að við skil á ábendingum sem varða einstakar greinar sé vísað í viðkomandi grein reglnanna og gerð sé, í þeim tilvikum sem það á við, tillaga að textaviðbótum eða breytingum. Umhverfis- og skipulagsráð tekur endanlega ákvörðun um reglur um bílastæðakort rekstaraðila í Reykjavík.
Drög að reglum um bílastæðakort fyrir rekstraraðila í Reykjavík eru í samráðsgátt til 15. ágúst.