Óskað eftir tilnefningum til fegrunarviðurkenninga

Óskað er eftir ábendingum um hús og lóðir sem verðskulda fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar ár. Veittar eru viðurkenningar fyrir vandaðar endurbætur á eldri húsum og fyrir lóðir þjónustu-, stofnana- og fjölbýlishúsa sem þykja til fyrirmyndar.
Frestur til 4. júlí
Ábendingar skulu sendar inn með tölvupósti merktum Fegrunarviðurkenningar 2025 á skipulag@reykjavik.is í síðasta lagi þann 4. júlí 2025.
Valið verður í höndum vinnuhóps sem skipaður er fulltrúum frá umhverfis- og skipulagssviði og Borgarsögusafni. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1968 þegar fegrunarnefnd Reykjavíkurborgar var skipuð og valdi í fyrsta sinn fegurstu götu borgarinnar en þá varð Safamýri fyrir valinu.