Opinn foreldrafundur á farsældarviku í Reykjavík
Farsældarvika Reykjavíkurborgar hófst í dag í öllum hverfum borgarinnar. Hún stendur fram á föstudaginn 14. febrúar með fjölbreyttri dagskrá, annars vegar fyrir foreldra og hins vegar starfsfólk í skóla- og frístundastarfi og á miðstöðvum Reykjavíkurborgar.
Ætlunin er að varpa ljósi á innleiðingu farsældarlaganna svokölluðu í Reykjavík. Dagskráin verður í formi kynninga, vinnustofa og margvíslegrar fræðslu. Bæði verða haldnir opnir viðburðir, auk þess að stjórnendur hvers skóla, frístundamiðstöðvar og miðstöðvar útfærir sína dagskrá.
Aðstoð á réttum tíma frá réttum aðilum
Markmið farsældarlaganna er að tryggja að börn og foreldrar hafi greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem þau þurfa og að þau fái rétta aðstoð á réttum tíma, frá réttum aðilum. Tilgangur farsældarvikunnar er ekki síst að auka þekkingu meðal foreldra á því hvað í farsældarþjónustu felst og veita þeim upplýsingar um hvernig hún getur nýst þeirra fjölskyldu.
Þrír foreldrar í Reykjavík lögðu farsældarvikunni lið með því að deila reynslusögum sínum af farsældarþjónustu. Öll segja þau að samþætting þjónustu við börn þeirra, sem kom í kjölfar innleiðingar farsældarlaganna, hafi verið til mikilla bóta. Einn þeirra sem segir sögu sonar síns er Viktor Sveinsson. Hægt er að horfa á viðtalið við hann hér fyrir neðan.
Smelltu hér til að horfa á viðtölin fleiri viðtöl.
Spjallað um farsæld á opnum foreldrafundi
Miðvikudaginn 10. febrúar klukkan 12:15 verður opinn foreldrafundur þar sem foreldrum og forsjáraðilum í Reykjavík gefst kostur á að spjalla og spyrja spurninga um farsæld. Starfsfólk miðstöðva Reykjavíkurborgar sem hefur sérhæft sig í farsælt situr fyrir svörum og fundarstjóri verður Dagbjört Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri foreldrasamstarfs í Reykjavík.
Forsjáraðilar í Reykjavík eru hvattir til að mæta á fundinn. Þá er tilvalið að snúa sér til stjórnenda sinna skóla og frístundamiðstöðva til að fá upplýsingar um dagskrá í þeirra nærumhverfi.
Allt um farsæld á vef Reykjavíkurborgar og á vef Barna- og fjölskyldustofu um farsæld barna.