Óperudagar hefjast í dag

Varstu búinn að vera að reyna að ná í mig? Sóló ópera á Óperudögum í Fríkirkjunni
Varstu búinn að vera að reyna að ná í mig? Sóló ópera fyrir eina rödd

Tónlistarhátíðin Óperudagar hefst fimmtudaginn 16. október og stendur til 26. október. Hátíðin býður upp á um 40 viðburði þar sem um 200 listamenn frá hinum ýmsu heimshornum koma fram. 

Óperudagar er ein af borgarhátíðum Reykjavíkurborgar og er hátíðin nú haldin í  áttunda sinn.

Markmiðið með hátíðinni er að standa fyrir vönduðum og fjölbreyttum viðburðum á venjulegum og óvenjulegum stöðum; stuðla að nýsköpun og tilraunum, efla starfsgrundvöll söngvara og þeirra samstarfsfólks; kalla eftir innlendu og alþjóðlegu samstarfi og taka vel á móti nýjum og gömlum áhorfendahópum. 

Lögð er áhersla á samstarf, samvinnu og samfélagslegan fókus. Óperudagar er ekki aðeins óperuhátíð heldur hátíð allra greina klassískrar sönglistar enda syngja klassískir söngvarar jú alls konar tónlist.Þetta eru fjölmargir einsöngvarar, níu kórar og kammersveitir á víð og dreif um höfuðborgarsvæðið og nágrenni.

Aðstandendur leggja áherslu á að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa, meðal annars fjölskylduviðburði, grunnskólaheimsóknir, frumflutninga á nýjum verkum og margt fleira.

‍Dagskrá Óperudaga