
Farið verður í framkvæmdir við nýjan sameiginlegan göngu- og hjólastíg í Gufunesi, frá Hamraflötum að Gufunesvegi. Um er að ræða útivistarstíg sem bætist við heildrænt stíganet hjólreiðaáætlunar borgarinnar og tengir saman tvö hverfi í Grafarvogi og bætir aðgengi að strandlínu.
Framkvæmdir hefjast í apríl
Áætlað er að framkvæmdir hefjist í apríl og þeim ljúki í haust. Stígurinn er framhald af stíg úr Hamrahverfi í Grafarvogi og nær að jöðrum nýs íbúðahverfis í Gufunesi.
Borgarráð samþykkti að heimila umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdirnar fyrr í mánuðinum. Kostnaðaráætlun hljóðar uppá 140 milljónir.
